Sport

Dómaralífið er enginn dans á rósum

Það er ekki tekið út með sældinni að vera atvinnudómari. Mike McCurry, sem er dómari í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, tilkynnti nýlega að hann hefði fengið sinn skerf af morðhótunum í gegnum tíðina. "Ég hef fengið dauðar rottur sendar heim til mín og svo fékk ég umslag með rakvélarblöðum sent í pósti," sagði McCurry og bætti því við að hópur fólks hefði safnast saman fyrir utan heima hjá sér eftir einn leikinn. "Komdu bara ef þú telur þig vera nógu harðan," sögðu þeir við mig. Þá fór ég bara inn aftur og kláraði eggin mín," sagði McCurry.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×