Sport

Manchester Utd tekjuhæst

Enska stórliðið Manchester United er tekjuhæsta knattspyrnulið í heimi. Tekjur félagsins námu 20 miljörðum króna tímabilið 2003 til 2004. Real Madrid kemur þar á eftir með 18,3 milljarða í tekjur og ítölsku risarnir í AC Milan eru í þriðja sæti með 17, 2 milljarða í tekjur. Chelsea er hástökkvari listans en félagið þénaði 16,8 milljarða króna. Arsenal var eftirbátur ensku félaganna með 13,4 milljarða í tekjur og Liverpool vermdi tíunda sæti listans með 10,7 millo-jarða. Þetta er að sjálfsögðu bara tekjuhliðin á efnahagsreikningi félaganna sem segir ekki alla söguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×