Sport

Boxari framdi sjálfsmorð

Ungur hnefaleikakappi, þátttakandi í bandarískri raunveruleikasjónvarpsþáttaröð "The Contender" framdi sjálfsmorð á mánudaginn skömmu áður en þáttaröðin verður tekin til sýningar á NBC sjónvarpsstöðinni. Najai Turpin var 23 ára og skaut sig í höfuðið í bíl sínum fyrir framan kærustu sína en ástæðan er ekki kunn og í meira lagi grunsamleg. Strákurinn þótti mjög efnilegur og líklegur til árangurs í keppni 16 boxara sem etja kappi gegn hvorum öðrum í þáttaröðinni en hann státaði af einstaklega góðri tölfræði, hafði unnið 13 bardaga á stuttum ferli sínum á móti einum töpuðum. Hann þótti eiga góða möguleika á milljón dollara verðlaunum sem í boði eru fyrir sigur í sjónvarpskeppninni. Stjórnendur "The Contender" hyggjast þó ekki hætta við sýningu þáttanna sem lýkur með úrslitaslag í beinni útsendingu í maí n.k. en sýning þeirra hefst 7. mars en sjónvarpsstöðin ætlar ekki að klippa út upptökur með Turpin í þáttunum. Ráðamenn á NBC segjast vilja tileinka honum sýningu þáttanna með því að leyfa almenningi að sjá hve efnilegur hnefaleikakappi hann þótti vera og efna með því til styrktarsjóðs fyrir 2 ára gamla dóttur hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×