Erlent

Ormar og humrar finna ekki til

Norskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að maðkar finni ekki til sársauka þegar þeir eru þræddir upp á öngla og að humrar finni ekki til sársauka þegar þeir eru soðnir lifandi. Vísindamennirnir segja að þessi dýr hafi mjög ófullkomið taugakerfi og engan heila til þess að lesa skilaboð um sársauka. Þeir segja ennfremur að það séu bara ósjálfráð viðbrögð þegar maðkar engjast þegar þeir eru þræddir upp á öngla. Rannsóknir þessar voru gerðar í tengslum við nýja löggjöf í Noregi um verndun dýra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×