Getur skipt upp fyrirtækjum 5. febrúar 2005 00:01 Nýtt Samkeppniseftirlit fær skýra lagaheimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu verði nýtt frumvarp viðskiptaráðherra að lögum. Þrjú frumvörp um breytingar á samkeppnislögum hafa verið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna frá því í nóvember. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar en eina stóra efnislega breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Sú heimild var fyrir hendi í mjög óljósri mynd í 17. grein núgildandi laga sem er þó miklu rýmri en sú heimild sem er í samkeppnislögum annarra norrænna ríkja. Með nýjum lögum verður þessi heimild bæði rýmkuð og skýrð. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á fundi með stórkaupmönnum í gær að svo afdrifaríku ákvæði yrði fyrst og fremst beitt í undantekningartilfellum. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd til að skoða breytingar á samkeppnislögum eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði óskað eftir nefnd um hringamyndun. Nefndin lauk störfum í ágúst en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 gerði Samkeppnisstofnun alvarlegar athugasemdir í haust við að ekki hefði verið leitað til neinna fagmanna sem hefðu starfað að málaflokknum áður en nefndin skilaði af sér. Nefnd voru fjölmörg dæmi um að forsendur nefndarinnar um núverandi stöðu stæðust ekki skoðun. Tvær nýjar stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa, verða til á grunni Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu verði frumvörpin að lögum. Á Neytendastofu verður sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda. Yfir Samkeppniseftirlitinu verður þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar. Sú stjórn skipar forstjóra stofnunarinnar og ákveður í meginatriðum hvaða stóru mál eftirlitið tekur til meðferðar. Það er nýbreytni frá því sem verið hefur því Samkeppnisstofnun gat rannsakað mál að eigin frumkvæði þótt í einhverjum tilfellum kæmu um það tilmæli frá samkeppnisráði. Þannig hefur fréttastofa Stöðvar 2 heimildir fyrir því að það hafi verið Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sem ákvað að rannsaka olíumálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru breytingarnar kynntar forsvarsmönnum Samkeppnisstofnunar sem pólitísk ákvörðun. Þetta hefði verið eina leiðin til að fá Sjálfstæðismenn til að fallast á frekari fjárveitingar til málaflokksins en þær munu aukast um tugi milljóna á ári. Ekki hefur verið rætt við starfsfólk Samkeppnisstofnunar um áframhaldandi störf á nýrri stofnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Nýtt Samkeppniseftirlit fær skýra lagaheimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu verði nýtt frumvarp viðskiptaráðherra að lögum. Þrjú frumvörp um breytingar á samkeppnislögum hafa verið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna frá því í nóvember. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar en eina stóra efnislega breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Sú heimild var fyrir hendi í mjög óljósri mynd í 17. grein núgildandi laga sem er þó miklu rýmri en sú heimild sem er í samkeppnislögum annarra norrænna ríkja. Með nýjum lögum verður þessi heimild bæði rýmkuð og skýrð. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði á fundi með stórkaupmönnum í gær að svo afdrifaríku ákvæði yrði fyrst og fremst beitt í undantekningartilfellum. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd til að skoða breytingar á samkeppnislögum eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði óskað eftir nefnd um hringamyndun. Nefndin lauk störfum í ágúst en samkvæmt heimildum Stöðvar 2 gerði Samkeppnisstofnun alvarlegar athugasemdir í haust við að ekki hefði verið leitað til neinna fagmanna sem hefðu starfað að málaflokknum áður en nefndin skilaði af sér. Nefnd voru fjölmörg dæmi um að forsendur nefndarinnar um núverandi stöðu stæðust ekki skoðun. Tvær nýjar stofnanir, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa, verða til á grunni Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu verði frumvörpin að lögum. Á Neytendastofu verður sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda. Yfir Samkeppniseftirlitinu verður þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar. Sú stjórn skipar forstjóra stofnunarinnar og ákveður í meginatriðum hvaða stóru mál eftirlitið tekur til meðferðar. Það er nýbreytni frá því sem verið hefur því Samkeppnisstofnun gat rannsakað mál að eigin frumkvæði þótt í einhverjum tilfellum kæmu um það tilmæli frá samkeppnisráði. Þannig hefur fréttastofa Stöðvar 2 heimildir fyrir því að það hafi verið Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sem ákvað að rannsaka olíumálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru breytingarnar kynntar forsvarsmönnum Samkeppnisstofnunar sem pólitísk ákvörðun. Þetta hefði verið eina leiðin til að fá Sjálfstæðismenn til að fallast á frekari fjárveitingar til málaflokksins en þær munu aukast um tugi milljóna á ári. Ekki hefur verið rætt við starfsfólk Samkeppnisstofnunar um áframhaldandi störf á nýrri stofnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira