Erlent

Páfi flytur blessun á morgun

Jóhannes Páll páfi annar er ekki orðinn nógu hraustur til þess að messa á morgun en hann mun í staðinn fara með blessun sem sjónvarpað verður frá sjúkrabeði hans. Þetta segja talsmenn Vatíkansins og bæta við að páfi muni einnig missa af guðsþjónustu í basilíku heilags Péturs á öskudag en henni hefur hann aldrei sleppt áður á þeim 26 árum sem hann hefur setið á valdastóli. Páfi var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudag vegna slæmrar flensu og var um tíma óttast um líf hans þar sem hann er mjög hrumur. Hann er nú sagður á góðum batavegi og ákafur að hefja aftur vinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×