Erlent

Hillary féll í ómegin

Öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Clinton hneig niður í gær, eftir að hafa kvartað undan magakveisu áður en hún hélt áætlaða ræðu um almannatryggingar. Hún hlaut aðhlynningu á staðnum, og hélt síðan aðra ræðu í kaþólskum háskóla þar sem hún talaði um heilbrigðismál. Það var þingmaðurinn John LaFalce sem kynnti Hillary í háskólanum með þeim orðum að hún væri þar stödd þvert á ráðleggingar lækna sinna, þar sem heilbrigðiskerfið væri hennar hjartans mál. "Þetta var ekki eins dramatískt og það hljómar," sagði Hillary hins vegar eftir ræðu sína. Aðstoðarmenn Hillary sögðu að læknar teldu að hún hefði fengi veirusýkingu í maga. Henni hefði liðið illa, sest niður og aðeins verið í yfirliði í skamma stund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×