Erlent

Klúbbaðild borgar sig

Bókaútgefendur í Danmörku mega selja bækur mun ódýrar í bókaklúbbum en til bóksala. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar neytenda þar í landi, en bókaforlögin Gyldendal og Den Danske Forlæggerforening höfðu verið kærð til samkeppnisráðs. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um ólöglegt samráð að ræða, þegar forlögin senda bækur til bóksala á föstu verði, en veita bókaklúbbsmeðlimum góðan afslátt á sömu bók aðeins sex mánuðum eftir útgáfu hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×