Erlent

Flóðbylgjan refsing guðs

Flóðbylgjan í Asíu var refsing guðs fyrir siðspillingu. Þessu er haldið fram í leiðara íslamsks dagblaðs í Marokkó. Þúsundir mótmæltu á götum Rabat, höfuðborgar Marokkós, til að sýna stuðning við dagblað sem birti leiðara þar sem því var haldið fram að flóðbylgjan í Suðaustur-Asíu væri refsins guðs. Dagblaðið Attajid er málgagn íslamsks stjórnmálaflokks og í forystugrein þar var sagt að refsingin væri tilkomin vegna siðspillingar og óánægju Allah með kynlífsiðnaðinn í mörgum þeirra landa sem illa urðu úti. Greinin vakti hörð viðbrögð mannréttindahópa og var hún meðal annars fordæmd í ríkissjónvarpinu í Marokkó. Mótmælendurnir voru hins vegar á því að rétt væri hjá dagblaðinu að setja fram skoðun og að leiðarahöfundar þess hefðu fullan rétt til að viðra álit sitt. Í greininni sagði enn fremur að hætta væri á sambærilegum hamförum í Marokkó, yrði ekki tekið þar á siðspillingu. Þetta kom fram í fréttum BBC.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×