Innlent

Ísfélagið kaupir Júpíter ÞH

Ísfélagið hefur keypt loðnuskipið Júpíter ÞH og ætlar að nota hann til loðnuflutninga af miðunum í loðnubræðslu félagsins í Krossanesi við Eyjafjörð. Aflanum verður þá dælt úr veiðarfærum veiðiskipa yfir í Júpíter sem flytur hann í land svo veiðiskipin tefjist ekki við að sigla í land sjálf með afla sinn. Júpíter er orðin 49 ára gamall og verður hann seldur til Danmerkur til niðurrifs strax að lokinni vertíðinni og nýtt skip keypt í staðinn. Mjög góð veiði er á miðunum og stefnir allt í einhverja bestu loðnuvertíð um árabil.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.