Lífið

Lokuðu þremur útvarpsstöðvum

Útsendingum þriggja útvarpsstöðva Íslenska útvarpsfélagsins var hætt nú rétt í þessu. Þetta eru Stjarnan 94,3 - Skonrokk  90,9 og X-ið 97,7. Um það bil tug starfsmanna var sagt upp. Ný talmálsstöð Íslenska útvarpsfélagsins mun að líkindum senda út á tíðni Stjörnunnar, FM 94,3. Í tilkynningu frá útvarpssviði Íslenska útvarpsfélagsins segir að ástæða lokunar stöðvanna sé viðvarandi taprekstur um langt skeið. Eins og fram hefur komið í fréttum hyggst félagið hefja útsendingar nýrrar útvarpsstöðvar undir stjórn Illuga Jökulssonar í byrjun næsta mánaðar. Samhliða verður starfsemi Bylgjunnar og FM 95,7 elfd. Þá er og ráðgert að félagið hefji fljótlega endurvarp á erlendri fréttarás í útvarpi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.