Winslet á tvífara í Reykjavík 12. janúar 2005 00:01 "Það er alrangt að Kate Winslet hafi verið á næturklúbbi í Reykjavík um helgina. Hún hefur aldrei komið til Íslands og var í Los Angeles með fjölskyldu sinni á laugardaginn var," segir Sara Keene hjá fyrirtækinu Premier PR í London en fyrirtækið sér um öll almannatengsl fyrir Winslet. Dyraverðir á skemmtistaðnum Rex töldu sig hafa borið kennsl á Winslet á laugardagskvöld og að þeirra sögn var hún glæsileg en lét lítið fyrir sér fara. DV og Fréttablaðið sögðu frá þessu meinta Íslandsdjammi Titanic-leikkonunnar og birtust þær fréttir einnig á vefmiðlinum Vísi.is og bárust þannig inn á borð Söru, sem varð að bregðast skjótt við og bera fréttirnar til baka. "Daily Mail hérna á Englandi hringdi í okkur og vildi fá staðfestingu á fréttum frá Íslandi um að frú Winslet hefði verið á næturklúbbi í Reykjavík í fylgd annars manns en eiginmanns hennar. Við urðum að senda tilkynningu út á alla fjölmiðla í Bretlandi og láta vita að þessi frétt væri ekki á rökum reist." Sara segir að það geti verið vont að eiga við það þegar svona fréttir eru prentaðar þar sem þær fari eins og eldur í sinu út um allan heim með tilkomu netsins. "Þetta kemur sér vitaskuld mjög illa fyrir frú Winslet, sem er hamingjusamlega gift kona," segir Sara og bætir því við að það væri verðugt verkefni að hafa uppi á tvífara Winslet sem afvegaleiddi dyraverði Rex og tvö íslensk dagblöð. Sé hún jafn lík Winslet og ætla megi gætu henni opnast einhverjar dyr í Hollywood. Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
"Það er alrangt að Kate Winslet hafi verið á næturklúbbi í Reykjavík um helgina. Hún hefur aldrei komið til Íslands og var í Los Angeles með fjölskyldu sinni á laugardaginn var," segir Sara Keene hjá fyrirtækinu Premier PR í London en fyrirtækið sér um öll almannatengsl fyrir Winslet. Dyraverðir á skemmtistaðnum Rex töldu sig hafa borið kennsl á Winslet á laugardagskvöld og að þeirra sögn var hún glæsileg en lét lítið fyrir sér fara. DV og Fréttablaðið sögðu frá þessu meinta Íslandsdjammi Titanic-leikkonunnar og birtust þær fréttir einnig á vefmiðlinum Vísi.is og bárust þannig inn á borð Söru, sem varð að bregðast skjótt við og bera fréttirnar til baka. "Daily Mail hérna á Englandi hringdi í okkur og vildi fá staðfestingu á fréttum frá Íslandi um að frú Winslet hefði verið á næturklúbbi í Reykjavík í fylgd annars manns en eiginmanns hennar. Við urðum að senda tilkynningu út á alla fjölmiðla í Bretlandi og láta vita að þessi frétt væri ekki á rökum reist." Sara segir að það geti verið vont að eiga við það þegar svona fréttir eru prentaðar þar sem þær fari eins og eldur í sinu út um allan heim með tilkomu netsins. "Þetta kemur sér vitaskuld mjög illa fyrir frú Winslet, sem er hamingjusamlega gift kona," segir Sara og bætir því við að það væri verðugt verkefni að hafa uppi á tvífara Winslet sem afvegaleiddi dyraverði Rex og tvö íslensk dagblöð. Sé hún jafn lík Winslet og ætla megi gætu henni opnast einhverjar dyr í Hollywood.
Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira