Lífið

Sextán fengu heiðursmerki

Sextán Íslendingar hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu nú í ár. Forseti Íslands sæmdi þá orðunni að venju á nýársdag. Stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu fengu þau Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Valgerður Sverrisdóttir ráðherra. Riddarakross hlutu Ásmundur Jónsson framkvæmdastjóri fyrir framlag til nýsköpunar á sviði tónlistar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir fyrir störf í þágu trúar og kirkju, Birgir D. Sveinsson kennari fyrir störf í þágu tónlistar, Björgólfur Guðmundsson athafnamaður fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar, Edda Heiðrún Backman leikkona fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar, Eiríkur Smith listmálari fyrir myndlistarstörf, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fyrir störf í þágu sveitarstjórna og byggðamála, María Th. Jónsdóttir, formaður Félags aðstandenda Alzheimerssjúkra, fyrir störf í þágu velferðar og málefna minnissjúkra, Már Sigurðsson ferðamálafrömuður fyrir frumkvæði í uppbyggingu ferðaþjónustu, Ragnar Bjarnason söngvari fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Sigurður Björnsson yfirlæknir fyrir störf í þágu krabbameinslækninga, Sigurveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi kennari, fyrir störf í þágu mennta- og félagsmála, dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor fyrir vísindastörf og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri fyrir framlag til uppbyggingar Síldarminjasafnsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.