Erlent

Ólíklegt að Íranar verði reknir úr SÞ

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Fátt bendir til að Íranar verði reknir úr Sameinuðu Þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. Ummælin lét forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, falla á miðvikudaginn, og sagði jafnframt að ný alda árása frá Palestínu myndi líklega sjá til þess að honum yrði að ósk sinni.

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum fordæmdu ummælin í gær, en enginn þeirra tók undir óskir Ísraelsmanna um að reka Írana úr Sameinuðu Þjóðunum. Hins vegar munu kröfur margra um að Íranar láti af kjarnorkuáætlun sinni líklega ágerast enn frekar eftir ummælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×