Mikill uppgangur í Stykkishólmi 15. mars 2005 00:01 Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstóra eru um fimmtán íbúðir í einbýlis- og ráðhúsum nú í smíðum í Hólminum. Helmingur þeirra rís við Laufásveg skammt frá hjarta bæjarins þar sem elsta byggðin er. Hinn helmingur húsanna rís við tvær nýjar götur í jaðri byggðarinnar, Tjarnarás og Hjallatanga. Þessi framkvæmdagleði í helsta skelveiðibæ landsins kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að fyrir tveimur árum voru veiðar á hörpudiski bannaðar á Breiðafirði. Það hljóma því eins og hrein öfugmæli að eftir áfall í atvinnumálum skuli vera fleiri íbúðir í smíðum en elstu menn muna. Óli Jón segir að það hafi verið feiknarlegt áfall þegar skelveiðarnar hafi verið stöðvaðar en hins vegar hafi fyrirtækin í bænum brugðist við af miklum dugnaði og krafti og skapað það mikla atvinnu að atvinnuleysi sé ekkert í bænum. Helsti verktakinn er fyrirtækið Skipavík, einkum þekkt fyrir skipasmíðar, en hefur nú einnig haslað sér völl í húsbyggingum. Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, segir að í Stykkishólmi virðist það vera þannig, eins og svo oft vill verða, að þegar eitthvað falli niður komi aðrar hugmyndir upp og menn bíti í skjaldarrendur og haldi áfram. Hann eigi von á því að Skipavík byggi 40-50 íbúðir á næstu fimm til sex árum í Stykkishólmi. Fleira er byggt en íbúðarhús. Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun hótelsins þar sem á að bæta á við 45 herbergjum. Þá er Skipavík að byggja upp hverfi orlofshúsa við Arnarvog skammt utan Stykkishólms sem bæði starfsmannafélög og einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að kaupa. Aðspurður hvað menn sjái við Stykkishólm segir Sævar að menn þurfi aðeins að líta í kringum sig til að sjá það, umhverfið sé fagurt og öll þjónusta sé á svæðinu. Þetta sé staðurinn í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstóra eru um fimmtán íbúðir í einbýlis- og ráðhúsum nú í smíðum í Hólminum. Helmingur þeirra rís við Laufásveg skammt frá hjarta bæjarins þar sem elsta byggðin er. Hinn helmingur húsanna rís við tvær nýjar götur í jaðri byggðarinnar, Tjarnarás og Hjallatanga. Þessi framkvæmdagleði í helsta skelveiðibæ landsins kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að fyrir tveimur árum voru veiðar á hörpudiski bannaðar á Breiðafirði. Það hljóma því eins og hrein öfugmæli að eftir áfall í atvinnumálum skuli vera fleiri íbúðir í smíðum en elstu menn muna. Óli Jón segir að það hafi verið feiknarlegt áfall þegar skelveiðarnar hafi verið stöðvaðar en hins vegar hafi fyrirtækin í bænum brugðist við af miklum dugnaði og krafti og skapað það mikla atvinnu að atvinnuleysi sé ekkert í bænum. Helsti verktakinn er fyrirtækið Skipavík, einkum þekkt fyrir skipasmíðar, en hefur nú einnig haslað sér völl í húsbyggingum. Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, segir að í Stykkishólmi virðist það vera þannig, eins og svo oft vill verða, að þegar eitthvað falli niður komi aðrar hugmyndir upp og menn bíti í skjaldarrendur og haldi áfram. Hann eigi von á því að Skipavík byggi 40-50 íbúðir á næstu fimm til sex árum í Stykkishólmi. Fleira er byggt en íbúðarhús. Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun hótelsins þar sem á að bæta á við 45 herbergjum. Þá er Skipavík að byggja upp hverfi orlofshúsa við Arnarvog skammt utan Stykkishólms sem bæði starfsmannafélög og einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að kaupa. Aðspurður hvað menn sjái við Stykkishólm segir Sævar að menn þurfi aðeins að líta í kringum sig til að sjá það, umhverfið sé fagurt og öll þjónusta sé á svæðinu. Þetta sé staðurinn í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira