Valdahlutföllin að breytast 18. maí 2005 00:01 Valdahlutföllin í Alþjóðahvalveiðiráðinu eru að breytast hvalveiðiþjóðunum í vil. Japanar hugsa sér gott til glóðarinnar á ársfundi ráðsins sem hefst í næstu viku en íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins fer fram í Ulsan í Suður-Kóreu 27. maí - 24. júní næstkomandi og sem fyrr skiptast aðildarríkin mjög í tvö horn í afstöðu sinni til veiðanna. Síðustu ár hafa hvalveiðiþjóðir á borð við Íslendinga og Japana ekki riðið feitum hesti frá þessum samkomum en svo virðist sem valdahlutföllin séu að breytast í ráðinu. Joji Morishita, fulltrúi í japönsku sendinefndinni á fundinum, telur að forskot ríkjanna sem aðhyllast veiðibann sé aðeins eitt eða tvö atkvæði og því er af sem áður var. "Vatnaskil gætu orðið á þessum fundi." sagði hann í samtali við AP-fréttastofuna í gær. Undir þetta tekur Ásta Einarsdóttir, varaformaður íslensku sendinefndarinnar sem bendir á að tvö ný ríki séu að koma inn í ráðið sem séu hlynnt hvalveiðum: Malí og Kíribatí. Þar við bætist að ákveðinn miðjuhópur hefur verið að myndast innan ráðsins en í honum eru ríki á borð við Bandaríkin, Holland og Svíþjóð. Þau hafa tekið virkan þátt í stefnumótun um að komið verði á stjórnkerfi á hvalveiðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins, svonefnt RMS-kerfi. Ásta segir að talsverðar umræður hafi farið fram um RMS-kerfið undanfarna mánuði en þær hafi þó ekki skilað eins miklu og vonast hafi verið til. "Ef þetta verður hins vegar samþykkt þá mun það hafa mjög mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga því það þýddi einfaldlega að atvinnuveiðar yrðu leyfðar með ákveðnum skilyrðum. Við reynum eins og við getum að koma þessu í höfn á fundinum en því miður eru ekki alltof miklar líkur á því, maður má ekki vera of bjartsýnn." Erlent Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Valdahlutföllin í Alþjóðahvalveiðiráðinu eru að breytast hvalveiðiþjóðunum í vil. Japanar hugsa sér gott til glóðarinnar á ársfundi ráðsins sem hefst í næstu viku en íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins fer fram í Ulsan í Suður-Kóreu 27. maí - 24. júní næstkomandi og sem fyrr skiptast aðildarríkin mjög í tvö horn í afstöðu sinni til veiðanna. Síðustu ár hafa hvalveiðiþjóðir á borð við Íslendinga og Japana ekki riðið feitum hesti frá þessum samkomum en svo virðist sem valdahlutföllin séu að breytast í ráðinu. Joji Morishita, fulltrúi í japönsku sendinefndinni á fundinum, telur að forskot ríkjanna sem aðhyllast veiðibann sé aðeins eitt eða tvö atkvæði og því er af sem áður var. "Vatnaskil gætu orðið á þessum fundi." sagði hann í samtali við AP-fréttastofuna í gær. Undir þetta tekur Ásta Einarsdóttir, varaformaður íslensku sendinefndarinnar sem bendir á að tvö ný ríki séu að koma inn í ráðið sem séu hlynnt hvalveiðum: Malí og Kíribatí. Þar við bætist að ákveðinn miðjuhópur hefur verið að myndast innan ráðsins en í honum eru ríki á borð við Bandaríkin, Holland og Svíþjóð. Þau hafa tekið virkan þátt í stefnumótun um að komið verði á stjórnkerfi á hvalveiðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins, svonefnt RMS-kerfi. Ásta segir að talsverðar umræður hafi farið fram um RMS-kerfið undanfarna mánuði en þær hafi þó ekki skilað eins miklu og vonast hafi verið til. "Ef þetta verður hins vegar samþykkt þá mun það hafa mjög mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga því það þýddi einfaldlega að atvinnuveiðar yrðu leyfðar með ákveðnum skilyrðum. Við reynum eins og við getum að koma þessu í höfn á fundinum en því miður eru ekki alltof miklar líkur á því, maður má ekki vera of bjartsýnn."
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira