Erlent

Al-Kaídaliðar ákærðir

Spænskur dómari hefur ákært 13 múslima fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Kaída en auk þess er sumum þeirra gefið að sök að eiga aðild að sprengjutilræðunum í Madrid í mars í fyrra sem kostuðu 191 mannslíf. Í ákærunni kemur fram að hinir grunuðu, sem eru flestir Marokkómenn, hafi árið 2002 sett á fót hryðjuverkasellur í Madrid og Marokkó. Þeir eiga að hafa talið að Spánn "væri óvinur íslam og því væri nauðsynlegt að ráðast gegn landi og þjóð." Mennirnir voru handteknir í nokkrum lögreglurassíum í vetur og segja yfirvöld að þar með hafi frekari hryðjuverkum verið afstýrt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×