Innlent

Ætlar að kæra lognar sakir

Eiður Eiríkur Baldvinsson Fram­kvæm­da­stjóri B2 starfsmannaleigunnar furðar sig á ásökunum á hendur fyrirtæki hans.
Eiður Eiríkur Baldvinsson Fram­kvæm­da­stjóri B2 starfsmannaleigunnar furðar sig á ásökunum á hendur fyrirtæki hans. Fréttablaðið/Heiða

"Lögfræðingur okkar er að vinna í þessum mál­um," segir Eiður Eiríkur Bald­vins­son, framkvæmdastjóri starfs­manna­leigunnar B2 ehf. Hann vís­ar þar til ásakana á hendur honum og fyrirtæki hans. "Þetta verður klárað fyrir dómstólum, en ekki í fjölmiðlum."

Sveinn Andri Sveinsson, lög­maður 2B, segir búið að ákveða að höfða mein­yrða­mál á hendur Guð­­mundi Gunnars­syni, for­manni Raf­­iðn­­að­­ar­­sam­b­ands­ins og Oddi Friðriks­­syni, trún­að­ar­manni starfs­manna á Kára­hnjúk­um.

"Nú er kominn tími til að þess­ir verka­lýðs­karlar taki ábyrgð á orðum sínum. Með ólíkindum er að einn af forystumönnum verka­lýðs­hreyfing­ar­innar í land­inu skuli halda að hann geti kom­ist upp með að kalla menn glæpa­menn, stýrandi vændis­hring­jum, án þess að þurfa að taka af­leið­ingum orða sinna. Örlög laun­þegahreyfingarinnar eru hörmu­leg að hafa slíka menn í forystu.", segir hann og tekur undir með Eiði um að fyrirtækið sé lagt í einelti. "Þetta eru óvenju rætin ummæli og gjörsamlega út úr korti."

Sveinn Andri telur verka­lýðs­forystuna síst hafa hagsmuni erlends vinnuafls að leiðarljósi í að­gerðum sínum.

"Menn sem setið hafa við kjötkatlana alla þessa tíð og virðist þeirra eina hlutverk að passa upp á bitlingana sína. Þeim er nákvæmlega sama um hagsmuni þessara manna. Aðalmálið virðist að vera nógu sniðugur að flæma þá í burtu," segir hann og telur undarlegt að innlent fyrirtæki sem fyrirfram hafi óskað eftir samstarfi við ASÍ og ráðgjöf um hvernig haga bæri hlutum mætti slíku viðmóti, meðan skatttekjur streymi úr landi vegna starfsemi ámóta fyrirtækja frá Eystrasaltinu og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×