Innlent

Veðleyfi upp á 73,7 milljónir

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti á fundi í gærmorgun veðleyfi að upphæð 73,7 milljónir króna frá Verðbréfastofunni hf. í Reykjavík á fjölbýlishúsið Gilsbakka 2-6 á Bíldudal. Fyrir skömmu samþykkti sveitarfélagið sölu á umræddu fjölbýlishúsi fyrir rúmar tíu milljónir króna. Í húsinu eru ellefu íbúðir, 64-124 fermetrar að stærð, svo ef marka má veðleyfið munu því hvíla á hverri íbúð að meðaltali tæpar sjö milljónir króna. Á Mbl.is er auglýst 100 fermetra einbýlishús á Bíldudal, byggt árið 1975, og er söluverð þess 3,9 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×