Erlent

Áhersla á uppbyggingu sjávarútvegs

Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við uppbyggingu í sjávarútvegi í þeirri aðstoð sem framundan er á vegum Íslendinga í Srí Lanka. Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma en í næstu viku verður samningur um aðstoðina undirritaður. Ríkisstjórn Íslands lagði fimmtíu milljónir króna til aðstoðar í Srí Lanka eftir hamfarnirnar í kjölfar flóðanna á annan dag jóla og bætast þær við tuttugu og fimm milljónir króna sem Þróunarsamvinnustofnun hafði þegar eyrnamerkt til aðstoðar í landinu. Íslendingar munu sinna því forgangsverkefni að byggja upp atvinnustarfsemi að nýju í þeim sjávarútvegsþorpum sem hvað verst urðu úti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×