Erlent

Tók að sér tvo tígrisunga

Blendingstík hefur tekið að sér tvo Amúr-tígrisunga í Rússlandi eftir að móðir þeirra hafnaði þeim. Tíkin Naída átti hvolp fyrir og hann virðist alveg sætta sig við að sjúga móður sína milli þessara tveggja nýju bræðra. Hvolpurinn mun í framtíðinni líta upp til bræðra sinna því Amúr-tígrisdýr eru stærstu kattardýr í heimi og geta fullvaxin orðið næstum hálft tonn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×