Erlent

500 þúsund í mótmælagöngu í Madríd

Búist er við allt að hálfri milljón manna í mótmælagöngu í Madríd á Spáni síðdegis í dag. Fólkið ætlar að mótmæla hugmyndum stjórnvalda um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Biskupar rómversk kaþólsku kirkjunnar leiða mótmælin ásamt leiðtogum hins íhaldssama stjórnarandstöðuflokks, Fólksflokksins. Neðri deild spænska þingsins samþykkti í apríl tillögu sem gerir samkynhneigðum kleift að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Ef öldungadeildin samþykkir það munu Spánverjar verða fyrstir Evrópubúa til að samþykkja hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra. Skoðanakannanir sýna að meirihluti landsmanna er hlynntur þessum lagabreytingum en á sama tíma verður aukinnar andstöðu vart meðal íbúa sem að langstærstum hluta teljast til kaþólskrar trúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×