Erlent

Rafsanjani efstur

Enginn frambjóðendanna í írönsku forsetakosningunum fékk hreinan meirihluta og því verður að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu á föstudaginn kemur. Þetta er í fyrsta sinn í íranskri stjórnmálasögu sem það gerist Kjörsókn í fyrradag var með svo miklum ágætum að kjörstaðir voru opnir mun lengur en ráð var fyrir gert. Í sumum héruðum var kjörsóknin allt að áttatíu prósentum, í öðrum var hún örlitlu minni. Fyrirfram hafði verið búist við að Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti, fengi flest atkvæði og þegar talið hafði verið upp úr kössum hafði það einmitt komið á daginn. Rafsjani fékk tæp 21 prósent atkvæða en næstur á eftir honum kom Mahmoud Ahmedinejad, borgarstjóri í Teheren, með rúm 19 prósent atkvæða. Ahmedinejad er harðlínumaður og hafði ekki verið búist við svo góðum árangri hans. Talsverða athygli hefur vakið að umbótasinninn Mostafa Moin, sem margir höfðu spáð góðu gengi, náði aðeins fimmta sæti. Hann fékk aðeins 13,6 prósent atkvæða og kom því á eftir þeim Mahdi Karroubi og Mohammad Qalibaf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×