Erlent

Kosningar um stjórnarskrá í maílok

Frakkar munu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins þann 29. maí. Þetta kom fram í tilkynningu í morgun frá Jacques Chirac, forseta landsins. Nýja stjórnarskráin á að breyta og auðvelda ákvarðanatöku innan sambandsins eftir að tíu þjóðir bættust við í fyrra. Spánn hefur þegar samþykkt stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu. Níu Evrópuríki, þar á meðal Bretland og Frakkland, ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, tvö eru óákveðin en aðrir ætla að láta þingið greiða atkvæði um málið. Öll 25 sambandslöndin verða að samþykkja stjórnarskrána til að hún taki gildi. Danir ætla að kjósa um hana í lok september og Hollendingar 1. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×