Erlent

Klósettsýning í Tælandi

Tælensk stjórnvöld hafa nú hrundið af stað herferð til að bæta hreinlæti á opinberum salernum landsins. Herferðin er til að bæta almennt ástand klósetta til að mæta alþjóðlegum kröfum vegna klósettaheimssýningarinnar sem haldin verður í Bankok á næsta ári. Alþjóða klósettstofnunin heldur svo aðalfund sinn samfara heimssýningunni þar sem tækninýungar og sérfræðiþekking verður rædd. Heilbrigðisráðherra landsins segir að nú verði klósett landsins gerð hrein, skilvirk og örugg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×