Erlent

Dæmdur fyrir rauða stjörnu

Dómstóll í Búdapest staðfesti í gær fyrri dóm undirréttar, sem dæmdi stjórnmálamanninn Attila Vajnai í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bera rauða stjörnu kommúnista í barminum á almannafæri.

Samkvæmt gildandi lögum í Ungverjalandi er bannað að sýna opinberlega tákn alræðisstjórnmálakerfa eins og kommúnisma og nasisma.

Vajnai sagðist hafa viljað ögra lögreglu til að handtaka sig til að geta andmælt banninu fyrir rétti. Hann sagðist myndu áfrýja dómnum til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×