Erlent

Ástandið er nærri eðlilegt

Rúmlega tíu þúsund lögreglumenn eru á vakt hverja nótt í "óeirðahverfum" franskra borga.
Rúmlega tíu þúsund lögreglumenn eru á vakt hverja nótt í "óeirðahverfum" franskra borga.

Ástandið í óeirða­hrjáðum hverfum ­franskra­ borga er nú að færast í nærri eðlilegt horf að því er talsmenn franskra lögregluyfirvalda ­greindu­ frá í gær. Í fyrrinótt voru spellvirki framin í 79 sveitarfélögum en þau voru um 300 þegar óeirðaaldan var í hámarki.

Í dag eru liðnar þrjár vikur frá því hún hófst. Efri deild franska þingsins lagði í gær blessun sína yfir framlengingu á gildistíma neyðarlaga fram í febrúar. Þau sættu einnig gagnrýni. Vinstriblaðið Liber­ation sagði þau jafngilda gjaldþrots­yfirlýsingu stjórnvalda gagnvart þeim félagslegu vandamálum sem undir lægju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×