Frumvarp kosti 650 milljónir 16. október 2005 00:01 Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósent meira en haldið var fram á þingi. Eftirlaunafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur árum. Það var ekki flutt sem stjórnarfrumvarp og því fygldi því ekkert kostnaðarmat. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í fjölmiðlum að útgjaldaaukann næmi tíu til tólf milljónum á ári. Allsherjarnefnd fékk síðar áætlaðan kostnað við lífeyrisskuldbindinguna og var niðurstaðan kynnt á Alþingi, að það kostnaðurinn yrði í versta falli 439 milljónir en í besta falli lækkun á skuldbindingunum um 7 milljónir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir niðurstöðum úr nýju mati á kostnaðunum frá Fjársýslu ríkisins og fékk afhent á föstudag. Þar kemur fram að áhrifin eru 650 milljóna króna hækkun á lífeyrisskuldbindingum, eða tæplega 50 prósent hærra en versta mögulega útkoma sem kynnt var Alþingi. Helgi segir að reynt hafi verið að gera eins lítið út kostnaðinum við eftirlaunafrumvarpið og hægt var þegar verið var að keyra það í gegn og því hafi hann ákveðið að kalla eftir upplýsingum um endanlegan kostnað. Lífeyrisskuldbindingar hækki um 650 milljónir króna samkvæmt grófu mati og það sé verulegt áhyggjuefni að ekki hafi verið veittar réttar upplýsingar um kostnaðinn við frumvarp sem hafi varðað hagsmunamál þingmanna sjálfra. Aðspurður hvað þetta segi um málið að hans mati segir Helgi að þetta sýni hversu illa hafi verið að því staðið og hvers langt hafi verið gengið að reyna að keyra það í gegn, jafnvel með því að veita ónógar og jafnvel villandi upplýsingar. Nánar tiltekið hækkar skuldbindingin vegna ráðherra árið um 83 milljónir. Skuldbindingin vegna alþingismanna hækkar um 323 milljónir króna og skuldbindingin vegna annarra embættismanna hækkar um 242 milljónir. Helgi segir það algjörlega óþolandi að kostnaðaráætlanir sem kynntar séu fyrir Alþingi standist ekki, sérstaklega þegar það snúi að þingmönnum sjálfum. Það sé óhjákvæmilegt að taka málið upp í þinginu. Svo hljóti menn að kalla eftir því að forsætisráðherra flytji frumvarp um að þeir sem að séu í forstjóra- og sendiherrrastöðum hjá ríkinu geti ekki jafnframt tekið eftirlaun. „Ætli menn fari nú ekki að spyrja líka eftir því hvort að hinn nýi seðlabankastjóri ætli að fara á eftirlaun jafnframt því að fara inn í Seðlabankann,“ segir Helgi enn fremur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósent meira en haldið var fram á þingi. Eftirlaunafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur árum. Það var ekki flutt sem stjórnarfrumvarp og því fygldi því ekkert kostnaðarmat. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í fjölmiðlum að útgjaldaaukann næmi tíu til tólf milljónum á ári. Allsherjarnefnd fékk síðar áætlaðan kostnað við lífeyrisskuldbindinguna og var niðurstaðan kynnt á Alþingi, að það kostnaðurinn yrði í versta falli 439 milljónir en í besta falli lækkun á skuldbindingunum um 7 milljónir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir niðurstöðum úr nýju mati á kostnaðunum frá Fjársýslu ríkisins og fékk afhent á föstudag. Þar kemur fram að áhrifin eru 650 milljóna króna hækkun á lífeyrisskuldbindingum, eða tæplega 50 prósent hærra en versta mögulega útkoma sem kynnt var Alþingi. Helgi segir að reynt hafi verið að gera eins lítið út kostnaðinum við eftirlaunafrumvarpið og hægt var þegar verið var að keyra það í gegn og því hafi hann ákveðið að kalla eftir upplýsingum um endanlegan kostnað. Lífeyrisskuldbindingar hækki um 650 milljónir króna samkvæmt grófu mati og það sé verulegt áhyggjuefni að ekki hafi verið veittar réttar upplýsingar um kostnaðinn við frumvarp sem hafi varðað hagsmunamál þingmanna sjálfra. Aðspurður hvað þetta segi um málið að hans mati segir Helgi að þetta sýni hversu illa hafi verið að því staðið og hvers langt hafi verið gengið að reyna að keyra það í gegn, jafnvel með því að veita ónógar og jafnvel villandi upplýsingar. Nánar tiltekið hækkar skuldbindingin vegna ráðherra árið um 83 milljónir. Skuldbindingin vegna alþingismanna hækkar um 323 milljónir króna og skuldbindingin vegna annarra embættismanna hækkar um 242 milljónir. Helgi segir það algjörlega óþolandi að kostnaðaráætlanir sem kynntar séu fyrir Alþingi standist ekki, sérstaklega þegar það snúi að þingmönnum sjálfum. Það sé óhjákvæmilegt að taka málið upp í þinginu. Svo hljóti menn að kalla eftir því að forsætisráðherra flytji frumvarp um að þeir sem að séu í forstjóra- og sendiherrrastöðum hjá ríkinu geti ekki jafnframt tekið eftirlaun. „Ætli menn fari nú ekki að spyrja líka eftir því hvort að hinn nýi seðlabankastjóri ætli að fara á eftirlaun jafnframt því að fara inn í Seðlabankann,“ segir Helgi enn fremur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira