Erlent

Staðfestingarferli haldi áfram

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill halda áfram staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins þrátt fyrir að Bretar hafi ákveðið að fresta fyrirætlaðri atkvæðagreiðslu um hana. Persson segir enn fremur að tilgangslaust sé að halda áfram ef stjórnarskráin verði tekin til endurskoðunar. Fyrirhugað er að sænska þingið greiði atkvæði um stjórnarskrána í desember. Eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu henni í síðustu viku sagði Persson að staðfestingarferlið yrði stöðvað ef annaðhvort ríkjanna myndi reyna að fá stjórnarskrána endurskoðaða. Öll aðildarríki ESB, sem eru 25 talsins, þurfa að staðfesta stjórnarskrársáttmálann eigi hann að taka gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×