Sport

Van der Sar framlengir hjá Fulham

Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwin Van der Sar skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Fulham, en samningur hans hefði runnið út í sumar. Mikið hefur verið rætt og spekúlerað um framtíð Hollendingsins stóra að undanförnu, en hann hefur nú loksins bundið enda á þær vangaveltur. "Ég hef notið tíma míns hjá Fulham síðan ég kom árið 2001 og fjölskyldan er hamingjusöm og hefur komið sér vel fyrir á svæðinu. Það er mikilvægt að ég sé að spila á hæsta stalli fótboltans til að viðhalda metnaði mínum með landsliðinu og ég veit að stjórnarformaðurinn gerir miklar væntingar til framtíðarinnar hjá félaginu," sagði Van der Sar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×