Erlent

Unglingur skotinn til bana

Kveikt var í bílum í óeirðunum í Birmingham um helgina.
Kveikt var í bílum í óeirðunum í Birmingham um helgina. MYND/AP

Átján ára unglingur lést af skotsárum sínum í Birmingham í gærkvöld, en þar blossuðu upp óeirðir á milli afrískra og asískra ungmenna um helgina með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana á laugardagskvöld.

Lögregla hefur ekki staðfest að tengsl séu á milli morðanna tveggja en hún hefur haft mikinn viðbúnað á svæðinu vegna óeirðanna. Talið er að deilurnar megi rekja til meintrar nauðgunar á 14 ára gamalli stúlku, en lögreglu hefur ekki borist nein tilkynning eða kæra vegna nauðgunar. Alls voru 35 fluttir á sjúkrahús á laugardag vegna átakanna og eru níu þeirra enn þar, en að minnsta kosit sjö hafa verið handteknir vegna óeirðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×