Sport

Miðasala á HM 2006 að hefjast

Alls verða 812 þúsund miðar til sölu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi 2006 frá og með 1. febrúar næstkomandi. Miðarnir verða seldir á Netinu út á nafn, allir geta skráð sig fyrir miðum og er fyrirkomulagið þannig í þessari fyrstu atrennu að dregið verður um hverjir fá miðana, þ.e.a.s. ekki gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstur fær. Alls munu tæplega þrjár milljónir miða fara í almenna sölu í fimm lotum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×