Sport

Sharapova í undanúrslit

Hin rússneska Maria Sharapova sigraði löndu sína Svetlönu Kuznetsovu á opna ástralska meistaramótinu í tennis en gnístandi hiti var þegar á viðureigninni stóð, u.þ.b. 35 gráður. "Mér varð hugsað til þess þegar ég var á æfingum og upplifði að ég væri að gefast upp. Þá varð ég að taka mig taki og halda áfram að berjast," sagði Sharapova sem mætir Serenu Williams frá Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Þess má geta að þær mættust í úrslitaleik Wimbledon-mótsins í fyrra þar sem Sharapova bar sigur úr býtum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×