Danir og Kanadamenn deila um smáey 25. júlí 2005 00:01 Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. Hans eyja er óbyggð og liggur norð-vestur af Grænlandi, um ellefu hundruð kílómetra suður af Norðurpólnum. Bæði Danir og Kanadamenn gera tilkall til eyjunnar, sem er um 1,3 ferkílómetrar að stærð. Eyjan er lögð ís og ómanngeng nema á hlýjum sumrum þegar ísinn bráðnar og hægt er að sigla að eynni. Danir og Kanadamenn hafa átt í áralöngum deilum um yfirráð á eynni, eða allt frá því árið 1973 þegar miðlína var dregin um Naressund milli Grænlands og Ellesmereeyju, sem tilheyrir Kanada. Bæði löndin ákváðu að yfirráð yfir Hans eyju skyldu afráðin síðar, en það hefur ekki enn verið gert. Árið 1984 olli þáverandi Grænlandsmálaráðherra Danmerkur, Tomy Hoeyem, uppnámi þegar hann dró danska fánann að húni á eyjunni, gróf brandíflösku í jörðu þar sem flaggstöngin var reist og skildi eftir miða sem á stóð: Velkominn til dönsku eyjunnar. Kanadískir hermenn höfðu heimsótt eyjuna skömmu á undan Bill Graham og dregið kanadíska fánann að húni. Þeir reistu jafnframt inúítastyttu sem tákna átti yfirráð Kanadamanna yfir eynni. Í mótmælum dönsku ríkisstjórnarinnar mun koma fram að harmað sé að kanadíski ráðherran hafi heimsótt eyjuna án þess að tilkynna Dönum það áður. Þá verði bent á að eyjan sé hluti af Grænlandi en janframt lagt til að viðunandi lausn verði fundin á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita. Hans eyja er óbyggð og liggur norð-vestur af Grænlandi, um ellefu hundruð kílómetra suður af Norðurpólnum. Bæði Danir og Kanadamenn gera tilkall til eyjunnar, sem er um 1,3 ferkílómetrar að stærð. Eyjan er lögð ís og ómanngeng nema á hlýjum sumrum þegar ísinn bráðnar og hægt er að sigla að eynni. Danir og Kanadamenn hafa átt í áralöngum deilum um yfirráð á eynni, eða allt frá því árið 1973 þegar miðlína var dregin um Naressund milli Grænlands og Ellesmereeyju, sem tilheyrir Kanada. Bæði löndin ákváðu að yfirráð yfir Hans eyju skyldu afráðin síðar, en það hefur ekki enn verið gert. Árið 1984 olli þáverandi Grænlandsmálaráðherra Danmerkur, Tomy Hoeyem, uppnámi þegar hann dró danska fánann að húni á eyjunni, gróf brandíflösku í jörðu þar sem flaggstöngin var reist og skildi eftir miða sem á stóð: Velkominn til dönsku eyjunnar. Kanadískir hermenn höfðu heimsótt eyjuna skömmu á undan Bill Graham og dregið kanadíska fánann að húni. Þeir reistu jafnframt inúítastyttu sem tákna átti yfirráð Kanadamanna yfir eynni. Í mótmælum dönsku ríkisstjórnarinnar mun koma fram að harmað sé að kanadíski ráðherran hafi heimsótt eyjuna án þess að tilkynna Dönum það áður. Þá verði bent á að eyjan sé hluti af Grænlandi en janframt lagt til að viðunandi lausn verði fundin á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira