Erlent

Fimm prósent íbúða mannlaus

Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. Dagblaðið Børsen hermir að íbúðaeigendur búist við að fasteignaverð muni hækka enn frekar á næstunni og því kjósa þeir að bíða með að selja híbýli sín, jafnvel þótt enginn búi þar. Gögn frá Hagstofu Danmerkur renna stoðum undir þetta, 1. janúar 2005 stóðu 142.189 íbúðir auðar í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×