Erlent

Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu

Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. Gríðarleg óánægja og reiði ríkir nú í Ísrael vegna málsins og hafa lögreglumenn frá öllum helstu borgum verið fluttir að landamærum Gasa til að koma í veg fyrir óeirðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×