Samkynhneigð pör öðlast sama rétt 16. ágúst 2005 00:01 Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra skilaði af sér skýrslu í haust. Hún var sammála um nokkur atriði sem ættu heima í lagafrumvarpi sem bæta skyldi réttarstöðu samkynhneigðra. Til dæmis að samkynhneigðum pörum ætti að leyfast að frumættleiða íslensk börn. Og að lögum skyldi breytt þannig að samkynhneigð pör gætu fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu Íslands með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig að þeim lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttaráhrif yrði breytt svo þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sömu stöðu. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti ættleiðingar samkynhneigðra á erlendum börnum og hvort lesbískum pörum ætti að vera heimilt að gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis. Samkvæmt minnisblaði verða bæði atriðin tekin inn í frumvarpið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að hans vilji væri að samkynhneigð pör nytu sama réttar á við gagnkynhneigða og að ekki ætti að mismuna aðilum eftir kynhneigð, trúarbrögðum eða litarhætti. Hann telur vera kominn tíma til að taka á þessum málum með þeim hætti og hann sagði gott starf í gangi hjá ríkistjórninni í langan tíma og að málin væru í ákveðinni þróun. Hann sagði málið vera viðkvæmt en að mati ríkistjórnarinnar er kominn tími til að taka af skarið. Halldór segir að almenn samstaða hafi verið í ríkisstjórn um málið og að samningu frumvarpsins verði hraðað svo að öllu óbreyttu verður það lagt fram á þingi í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. Nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra skilaði af sér skýrslu í haust. Hún var sammála um nokkur atriði sem ættu heima í lagafrumvarpi sem bæta skyldi réttarstöðu samkynhneigðra. Til dæmis að samkynhneigðum pörum ætti að leyfast að frumættleiða íslensk börn. Og að lögum skyldi breytt þannig að samkynhneigð pör gætu fengið óvígða sambúð skráða hjá Hagstofu Íslands með sömu réttaráhrifum og gagnkynhneigð pör. Einnig að þeim lagaákvæðum sem veita sambúð karls og konu sérstök réttaráhrif yrði breytt svo þau næðu einnig til samkynhneigðra para í sömu stöðu. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort heimila ætti ættleiðingar samkynhneigðra á erlendum börnum og hvort lesbískum pörum ætti að vera heimilt að gangast undir tæknifrjóvgun hérlendis. Samkvæmt minnisblaði verða bæði atriðin tekin inn í frumvarpið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að hans vilji væri að samkynhneigð pör nytu sama réttar á við gagnkynhneigða og að ekki ætti að mismuna aðilum eftir kynhneigð, trúarbrögðum eða litarhætti. Hann telur vera kominn tíma til að taka á þessum málum með þeim hætti og hann sagði gott starf í gangi hjá ríkistjórninni í langan tíma og að málin væru í ákveðinni þróun. Hann sagði málið vera viðkvæmt en að mati ríkistjórnarinnar er kominn tími til að taka af skarið. Halldór segir að almenn samstaða hafi verið í ríkisstjórn um málið og að samningu frumvarpsins verði hraðað svo að öllu óbreyttu verður það lagt fram á þingi í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira