Berst fyrir fatlaða og íþróttir 16. ágúst 2005 00:01 "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
"Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira