Innlent

Getur skapað tíu til fimmtán störf

"Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. Seinna í vikunni kemur verksmiðjustjóri írsku kalkþörungarverksmiðjunar Celtic Sea Minerals til þess að líta á afurðirnar og kanna aðstæður en verksmiðjan á Bíldudal verður í eigu írsku verksmiðjunar en einnig mun Björgun hf., eiga fjórðungshlut í henni. Sanddæluskipið Perla er nú í óða önn að dæla upp kalkþörungi sem sendur verður til Írlands síðar í mánuðinum. Að sögn Guðnýar Sigurðardóttur, staðgengils bæjarstjóra Vesturbyggðar, verður byrjað að reisa verksmiðjuna um miðjan næsta mánuð ef ekki berast alvarlegar athugasemdir við deiluskipulag. Guðmundur er bjartsýnn á að framleiðsla geti hafist í febrúar á næsta ári ef allt gengur eftir. Hann segir að miðað við vinnsluleyfi upp á fimmtíu þúsund rúmmetra á ári geti um tíu til fimmtán störf skapast á Bíldudal við verksmiðjuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×