Erlent

Mikil uppsveifla í Danmörku

Mikil uppsveifla er í efnahagslífinu í Danmörku. Talið er að á næstu tveimur árum muni fjöldi starfa ná sögulegu hámarki og atvinnuleysi muni mælast það minnsta í þrjátíu ár.

Samtök iðnaðarins í Danmörku spá fyrir að störfum muni fjölga um 33.000 á næstu tveimur árum. Á sama tíma mun hlutfall atvinnulausra fara úr 5,5% atvinnuleysi í 4,5%. Gangi spár samtaka iðnaðarins eftir, mun atvinnuleysi mælast það minnsta í þrjátíu ár sem yrði sögulegt lágmark. Ástæður fyrir þessari miklu uppsveiflu í dönsku efnahagslífi er meðal annars aukinn útfluttningur, ásamt því sem neysla hefur aukist innanlands. Samtök iðaðarins í Danmörku gera ráð fyrir að einkaneysla muni aukast um alls 3,5% á næsta ári. Að mati samtakanna þurfa danskar vinnumiðlarnir að virkja þá vinnuhæfu einstaklinga sem eru á atvinnuleyssiskrá í Danmörku en nú þegar er orðin nokkur mannekla í sumum fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×