Sport

Southampton áfram í bikarnum

Southampton var rétt í þessu að tryggja sig áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu með 2-1 sigri á Portsmouth í fjörugum nágrannaslag í 4. umferð keppninnar. Peter Crouch skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 94. minútu en það tók Steve Bennett dómara á þriðju mínútu að róa niður leikmenn Portsmouth sem mótmæltu vítaspyrnudómnum harðlega. Matt Oakley kom Southampton yfir með glæsimarki en Aiyegbeni Yakubu jafnaði 1-1 úr vítaspyrnu 2 mínútum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×