Innlent

Skessuhorn kaupir vefinn 847.is

Fyrirtækið Skessuhorn ehf, sem gefur út héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi og vefmiðilinn skessuhorn.is, hefur fest kaup á hestavefnum 847.is. 847.is hefur verið til í fimm ár en sjálfur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði vefinn með tilheyrandi pompi og prakt á sínum tíma. Á vefnum er fjallað um allt sem lýtur að hestum og hestamennsku og er hann í flokki vinsælustu vefja landsins á sínu sviði. Daníel Ben Þorgeirsson stofnaði vefinn og ritstýrir honum áfram. Guðbjörg Ólafsdóttir og Magnús Magnússon eru eigendur Skessuhorns. Nafn sitt dregur vefurinn af aðaleinkunn stóðhestsins Dyns frá Hvammi sem var hæst dæmdi stóðhestur Íslands í röðum klárhesta um árabil og hljómar talan sem sinfónía í eyrum hestamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×