Komast óheftir um Alþingishúsið 24. september 2005 00:01 Fatlaðir geta nú í fyrsta sinn komist óheftir um Alþingishúsið. Lyfta var tekin þar í notkun í dag sem kemur fólki í hjólastól alla leið upp á þingpalla. Forseti Alþingis kynnti gestum í dag þær umfangsmiklu endurbætur sem staðið hafa yfir á þinghúsinu undanfarin þrjú ár. Mesta ahygli vekur að búið er að stórbæta aðgengi fatlaðra en Halldór Blöndal, forseti Alþingis, bauð Guðmundi Magnússyni, formanni ferlinefndar Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar, að taka út verkið. Þar þurfti að prófa hvort hjólastóllinn kæmist yfir þröskulda og reyndist það létt enda höfðu þeir verið lækkaðir. En stóra breytingin er lyftan en í gegnum tíðina hefur það reynst hreyfihömluðum torvelt að komast á milli hæða í gamla húsinu. Guðmundur kvaðst mjög ánægður með breytingarnar og segir hafa tekist að halda húsinu eins og það hafi verið hvað varðar stíl og fegurð um leið og það var gert þannig að það standist þær kröfur sem gerðar séu til húsa í dag. Og Guðmundur segir að fatlaðir hlakki til að mótmæla meira en áður með þessum breytingum á pöllum hússins, enda sé það nú auðveldara. Þetta eru mestu viðgerðir sem gerðar hafa verið á Alþingishúsinu frá því það var byggt árið 1881. Kostnaður nemur 285 milljónum króna en eftir er að gera við þakið og loftræstikerfi. Halldór Blöndal segir að honum finnist markverðast að hægt sé að færa húsið í upprunalegt horf og um leið gert það að betri vinnustað. Og það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst tækifæri til að skoða þetta fagra og sögufræga hús. Slíkt býðst á morgun, laugardag, milli klukkan tíu og þrjú. Inngangur verður við aðaldyr nýja hússins, Skálans. Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Fatlaðir geta nú í fyrsta sinn komist óheftir um Alþingishúsið. Lyfta var tekin þar í notkun í dag sem kemur fólki í hjólastól alla leið upp á þingpalla. Forseti Alþingis kynnti gestum í dag þær umfangsmiklu endurbætur sem staðið hafa yfir á þinghúsinu undanfarin þrjú ár. Mesta ahygli vekur að búið er að stórbæta aðgengi fatlaðra en Halldór Blöndal, forseti Alþingis, bauð Guðmundi Magnússyni, formanni ferlinefndar Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar, að taka út verkið. Þar þurfti að prófa hvort hjólastóllinn kæmist yfir þröskulda og reyndist það létt enda höfðu þeir verið lækkaðir. En stóra breytingin er lyftan en í gegnum tíðina hefur það reynst hreyfihömluðum torvelt að komast á milli hæða í gamla húsinu. Guðmundur kvaðst mjög ánægður með breytingarnar og segir hafa tekist að halda húsinu eins og það hafi verið hvað varðar stíl og fegurð um leið og það var gert þannig að það standist þær kröfur sem gerðar séu til húsa í dag. Og Guðmundur segir að fatlaðir hlakki til að mótmæla meira en áður með þessum breytingum á pöllum hússins, enda sé það nú auðveldara. Þetta eru mestu viðgerðir sem gerðar hafa verið á Alþingishúsinu frá því það var byggt árið 1881. Kostnaður nemur 285 milljónum króna en eftir er að gera við þakið og loftræstikerfi. Halldór Blöndal segir að honum finnist markverðast að hægt sé að færa húsið í upprunalegt horf og um leið gert það að betri vinnustað. Og það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst tækifæri til að skoða þetta fagra og sögufræga hús. Slíkt býðst á morgun, laugardag, milli klukkan tíu og þrjú. Inngangur verður við aðaldyr nýja hússins, Skálans.
Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira