Skyrtan sem passar við allt 3. mars 2005 00:01 Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir." Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir."
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira