Vilja flytja inn erfðaefni í kýr 17. október 2005 00:01 Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum. Félagar í Mjólkurbúi Borgfirðinga segja það nánast ábyrgðarleysi að hefja ekki sem fyrst undirbúning að innflutningi á erfðaefni til að blanda við íslenska kúastofninn. Þeir segja komnar fram vísbendingar um að íslenski stofninn dugi ekki til að mæta þörfum markaðarins og aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum. "Það eru komnar fram vísbendingar um að íslenski kúastofninn sé ekki sjálfbær, í þeim skilningi að hann geti ekki endurnýjað sig af þeim þrótti sem þörf er á núna þegar eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur vaxið eins og komið hefur í ljós," segir Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum og formaður Mjólkurbús Borgfirðinga. Hann segir mikilvægt að hefja undirbúning að innflutningi fósturvísa því langur tími líði frá því innflutningur hefst þar til hægt er að nýta erfðaefnið til blöndunar við íslenskar kýr. Hann segir að þó menn hefji undirbúning innflutnings nú sé ekki þar með sagt að af erfðablöndun verði þar sem hætta megi við verkefnið hvenær sem ástæða þykir til. Miklar deilur risu fyrir þremur árum þegar sótt var um leyfi til að flytja inn erfðaefni. Þá var meirihluti kúabænda andvígur innflutningnum og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnaði beiðni um innflutningsleyfi. Guðmundur segir að síðan þá hafi komið í ljós að kúastofninn standi vart undir sér og að kýr endist skemur en áður. Hann telur því að afstaða margra bænda hafi breyst síðan þá þó hann vilji ekki geta sér til um hvort meirihluti sé orðinn fylgjandi innflutningi eða ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Borgfirskir kúabændur segja vísbendingar um að íslenska búkolla fullnægi ekki til frambúðar aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og vilja því að hafinn verði undirbúningur að innflutningi erfðaefnis frá útlöndum. Félagar í Mjólkurbúi Borgfirðinga segja það nánast ábyrgðarleysi að hefja ekki sem fyrst undirbúning að innflutningi á erfðaefni til að blanda við íslenska kúastofninn. Þeir segja komnar fram vísbendingar um að íslenski stofninn dugi ekki til að mæta þörfum markaðarins og aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum. "Það eru komnar fram vísbendingar um að íslenski kúastofninn sé ekki sjálfbær, í þeim skilningi að hann geti ekki endurnýjað sig af þeim þrótti sem þörf er á núna þegar eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur vaxið eins og komið hefur í ljós," segir Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum og formaður Mjólkurbús Borgfirðinga. Hann segir mikilvægt að hefja undirbúning að innflutningi fósturvísa því langur tími líði frá því innflutningur hefst þar til hægt er að nýta erfðaefnið til blöndunar við íslenskar kýr. Hann segir að þó menn hefji undirbúning innflutnings nú sé ekki þar með sagt að af erfðablöndun verði þar sem hætta megi við verkefnið hvenær sem ástæða þykir til. Miklar deilur risu fyrir þremur árum þegar sótt var um leyfi til að flytja inn erfðaefni. Þá var meirihluti kúabænda andvígur innflutningnum og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnaði beiðni um innflutningsleyfi. Guðmundur segir að síðan þá hafi komið í ljós að kúastofninn standi vart undir sér og að kýr endist skemur en áður. Hann telur því að afstaða margra bænda hafi breyst síðan þá þó hann vilji ekki geta sér til um hvort meirihluti sé orðinn fylgjandi innflutningi eða ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira