Innlent

Framhaldsskólanemar ætla að skila auðu í prófunum

Stór hluti framhaldsskólanema ætlar að skila auðu í samræmdu stúdentsprófunum sem fram fara í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema. Nemendur ætla að gera þetta í mótmælaskyni við að prófin séu lögð fyrir nemendur sem þeir segja að séu vanhugsuð og meingölluð í framkvæmd. Prófunum sé ætlað að vera gæðatæki til að meta stöðu framhaldsskólanna hvað varði kennslu og menntun, en svo virðist sem menntamálaráðuneytið fari kolranga leið að því markmiði og meti námsárangur einstaklinga frekar en að leggja mat á gæði náms í hverjum skóla fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×