Innlent

Rannsóknir á sviði lista grundvöllur frekari þróunar

Samningurinn undirritaður. Menntamálaráðherra og rektor Listaháskóla Íslands skrifuðu undir nýjan rekstrarsamning í gær.
Samningurinn undirritaður. Menntamálaráðherra og rektor Listaháskóla Íslands skrifuðu undir nýjan rekstrarsamning í gær.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, undirrituðuð í gær nýjan rekstrarsamning við skólann sem felur í sér vissar nýjungar. Kynntar voru tvær nýjar námsbrautir sem byrjuðu í leiklistardeild skólans í haust.

Þær eru þriggja ára BA-nám í leiklist og eins árs diplómanám í dansi. Einnig er nýtt ákvæði sem kveður á um eflingu rannsóknarhlutverks Listaháskólans. Samningurinn er til fjögurra ára og færir skólanum 500 til 600 milljónir ári. Nýju námsbrautirnar bætast við einu námsbraut leiklistardeildarinnar, leikaranámið.

Nýja BA-námið í leiklist er ætlað þeim sem vilja vinna við leikhús en stefna ekki að því að verða leikarar. Diplómanámið í dansi er unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. Óvissa hefur ríkt um framtíð dansnáms í landinu eftir að menntamálaráðuneytið ákvað að leggja Listdansskóla Íslands niður að loknu núverandi starfsári.

Hins vegar eru inntökupróf í dansnám Listaháskólans og því geta nemendur sem stunda dansnám í öllum dansskólum á framhaldsskólastigi þreytt inntökupróf. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor skólans, telur ákvæðið um rannsóknarhlutverkið mjög mikilvægt. "Rannsóknarhlutverkið er grundvöllur undir þá þróun sem við sjáum fyrir okkur varðandi rannsóknir í Listháskólanum, enda er skólinn sá eini á landinu sem getur sinnt þessum rannsóknum," segir Hjálmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×