Innlent

Blysför á Akureyri á Alnæmisdaginn

Alnæmisdagsins verður minnst með blysför á Akureyri 1. desember næstkomandi. Dagurinn er alþjóðlegur dagur alnæmis en víða um heim er þessa dags minnst með samkomum og samstöðugöngum. Það eru Samtökin 78 á Norðurlandi og FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi,sem standa fyrir blysförinni. Blysförin hefst klukkan 17:30 en gengið verður frá Ráðhústorginu og að Akureyrarkirkju þar sem sr. Óskar H. Óskarson,sóknarprestur mun taka á móti hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×