Erlent

Vegsprengjuárásum fjölgar í Írak

Vegsprengjuárásum á bandarískar flutningabílalestir í Írak hefur fölgað um helming á einu ári. Yfirmaður flutningadeildar hersins sagði að vikulega væru gerðar þrjátíu árásir á bílalestar sem flyttu mat, eldsneyti, vatn, skotfæri og aðrar nauðsynjar. Heimatilbúnar sprengjur eru notaðar í langflestum tilvikum og er þeim komið fyrir í vegkanti þar sem trukkarnir fara um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×