Erlent

Áframhaldandi mótmæli vegna Gasa

Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Tel Aviv í Ísrael í gær til að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Ísraela frá Gasa en yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín á mánudag og finna ný. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ákvörðunar sinnar og voru yfir tvö þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu. Mótmælendur sögðu að stjórnvöld mættu allt eins búast við að menn myndu ekki fara en mótmælin í gær fóru þó friðsamlega fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×